Heilsa og lÝfstÝll

┌tlitsdřrkun og dřfur

┌tlitsdřrkun og dřfur
Íslendingar hafa löngum skipað sér á þann bekk að vera öðruvísi – að geta ekki fylgt straumnum og vera haldin þeirri þrá að gera hlutina á sinn hátt. Þar er enga undantekningu að finna þegar kemur að megrunaráformum.
 
Eftir lauslega könnun á efni í helstu viku- og tískublöðum kom í ljós að nær helmingur efnisinnihaldsins fjallar um útlit eða útlitsdýrkun á einn eða annan hátt. Oftar en ekki er verið að fjalla um megrunarárangur hinna og þessa kvenna, ekki síst ef þær eru þekktar á einhvern hátt. Þekktu konurnar gefa líka góð ráð til að losna við aukakílóin eða hvernig bæta megi útlitið. Að sjálfsögðu er slík umfjöllun af hinu góða og getur eflaust hjálpað mörgum í baráttu sinni við breyttan lífsstíl en því má ekki gleyma að umfjöllun á við þessa, getur líka skaðað. Konur með lágt sjálfsmat og í réttri kjörþyngd byrja að hræðast aukakílóin og telja sjálfum sér trú um að þær þurfi líka að berjast við offitupúkann og hvað leiðir það af sér?

Aldrei hafa jafn margir megrunarjsúkdómar blossað upp, eins og á undanförnum árum. Anorexía, bulemía og alls kyns magasjúkdómar eru allt í einu komnir til að vera hluti af fylgikvillum heilsuæðissamfélagsins. Og talandi um megrunarkúranna. Hver hefur ekki heyrt um Herbalife kúrinn, Atkins, Sítrónukúrinn, Ávaxtakúrinn og hvað þeir nú heita allir saman. Og allir þekkja einhvern sem hefur náð frábærum árangri á þessum kúr eða hinum. Við sjáum myndir af tágrönnum konum í alltof stórum fötum, gömlu fötunum þeirra sem þær gætu notað fyrir tjald núna þegar þær eru komnar í kjörþyngd. Það sem er svo óeðlilegt við megrunaræði Íslendinga og sker þá örugglega úr hópnum hvað nágrannalöndin varðar, eru þessar gríðarlega miklu dýfur. Annað hvort eru ALLIR á Herbalife eða enginn hefur heyrt um það. Eða þá að það eru ALLIR að prófa nýja SÍTRÓNUKÚRINN eða þá að hann dettur út. Það virðist vera alveg sama hvaða sveiflu við töku sem dæmi, allar eru þær eins. Ef það eru ekki línuskautar þá er það Tai bo box í eróbik stöðvunum. Íslendingar eru upp til hópa eins og segulstál á allt sem heitir nýjungar. Alveg sama hvaða það er.

Fyrir örfáum árum vissi enginn á Íslandi um hvað IDOL þættirnir snerust. Í dag getur fólk ekki farið á klósettið á föstudagskvöldum því það vill ekki missa af IDOLINU. Nákvæmlega sama mynstur má finna í öllu samfélaginu – allir vilja vera fallegastir, með best þjálfaða kroppinn og að sjálfsögðu í kjörþyngd. Og til að ná þeim árangri er ALLT tekið með mikilli dýfu. Meðalmennskan á afskaplega illa við Íslendinga en gleymum því ekki að kannski er meðalmennskan líklegri til árangurs en eilífar rússíbanadýfur. Eða hvað?
Til baka Senda ß vin

Senda ß vin

Loka