Heilsa og lÝfstÝll

UmrŠ­a um hollustu komin Ý ˇg÷ngur

UmrŠ­a um hollustu komin Ý ˇg÷ngur

“Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík að næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir og linsur, feitan og magran fisk,  olíur, fituminni mjólkurvörur og kjöt og vatn til drykkjar”.

Þetta segir í inngangi að nýjum ráðleggingum Landlæknis um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri.

Í endurskoðuðum ráðleggingum um mataræði sem Landlæknir sendi frá sér er lögð áhersla á mataræði í heild sinni frekar en einstök næringarefni og að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni og hafi reglu á máltíðum. Sérfræðingar frá Háskóla Íslands og Landlæknisembættinu komu að gerð ráðlegginganna ásamt norrænum sérfræðingum.

500 grömm af grænmeti og ávöxtum á dag

Flestir landsmenn borða grænmeti og ávexti daglega. Sérfræðingarnir ráðleggja fólki að auka neyslu grænmetis og  borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og að minnasta kosti 500 grömm. Einn skammtur, 100 grömm, gæti verið ein gulrót, stór tómatur, salat með hádegis- og kvöldmat, epli og banani. Þá mæla sérfræðingarnir með að borða daglega ósaltaðar hnetur.  Þá er fólki ráðlagt að hafa þriðjung á diskinum grænmeti, þriðjung heilkorna pasta, bygg, kartöflur eða gróft brauð og þriðjung próteinrík matvæli t.d. fist, kjöt, egg eða baunir. Vatnið er besti drykkurinn segja sérfræðingarnir.

Duftið, pillurnar og maukið

Dr. Laufey Steingrímsdóttir prófessor við Háskóla Íslands, sem er einnig í faghópi Landlæknis um ráðleggingar um mataræði, segir að umræðan um hollustu sé komin í ógöngur. Daglega flæði yfir okkur upplýsingar um hollustu og næringu. Hún segir augljós dæmi um þessar ýktu áherslur séu auglýsingar í heilsuvikum matvöruverslana, þar sem kynnt séu alls kyns duft, pillur eða mauk, vörur sem eigi lítið skylt við mat, hvað þá hollan mat. Laufey spyr: Hvernig væri að leggja áherslu á matinn? Gott og vandað, venjulegt hráefni sé ódýrara, umhverfisvænna og hollara en allt duftið, pillurnar og maukið. Þá segir hún að vitað sé meira um hollustu matvæla en fæðubótarefna.

Ráðleggingar Landlæknis eru byggðar á fjölda rannsókna, sem allar þurfa að gangast undir ákveðið gæðamat. En það er einnig nóg framboð af upplýsingum frá fólki sem gefur sig út fyrir að vera sérfræðingar, en er í raun að selja vöru, svonefnda heilsu vöru eða ofurfæðu, sem oft á uppruna sinn í fjarlægum löndum og engar frekari upplýsingar er eru til um og eru margfalt dýrari en venjulegur matur.

Í nýju ráðleggingunum um mataræði er lögð áhersla á hollar matarvenjur og fæðuval, frekar en magn og hlutfall einstakra efna. Í suttu máli er mesta hollustan fólgin í mataræði þar sem áherslan er lögð á mat úr jurtaríkinu frekar en neyslu fæðubótarefna.

Heimild: landlaeknir.is (2015)

Til baka Senda ß vin

Senda ß vin

Loka