Daga

Gunn og Daníel

Gunn Apeland rekur gróðrarstöðina DAGA ásamt manninum sínum Daníel Halldórssyni Apeland. Gunn er menntaður garðyrkjutæknifræðingur frá Háskólanum í Agder, deild Dømmesmoen, í Noregi.

Gunn og Daníel keyptu hluta af garðyrkjustöðinni Kvistar og rækta nú hindber, jarðarber og brómber, með umhverfisvænni raforku í upplýstum gróðurhúsum. Hitinn sem notaður er við ræktunina kemur alfarið úr hverum í nágrenninu. Heita vatnið og náttúran varð til þess að Gunn ákvað frekar að rækta grænmeti á Íslandi en í Noregi.

„Hugguleg berjarækt“ kallar Gunn ræktunina sem fer fram í 1800 fermeta gróðurhúsi. Gróðurhúsin verða mögulega stækkuð á næstu misserum og eins stefna þau hjónin á að aðlaga ræktunina svo uppskeran verði jafnari yfir allt árið en nú er uppskeran mest yfir sumarmánuðina.
Áhugi Gunn á hvers kyns garðyrkju leiddi meðal annars til þess að hún stofnaði Facebook-hóp um grænmetisrækt á norðuslóðum. Áhugann vantaði ekki og telja meðlimir hópsins, sem heitir Grønnsaksdyrking i Norge, hátt í 40.000 manns frá öllum Norðurlöndum. Þar deila reynslumeiri ræktendur ráðum til byrjenda.

Meðfram garðyrkjunni er lítill bændamarkaður rekinn á gróðrarstöðinni, Litla berjabúðin. Þar er hægt að kaupa ber og grænmeti frá DAGA sem og úr nærsveitum, auk handprjónavöru og annars handverks.

Staðsetning: Reykholt
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur