Sigr˙n og Ragnar

Þegar litið er yfir ræktunina hjá þeim Ragnari Sverrissyni og Sigrúnu Þorsteinsdóttur í Ösp í Laugarási  er litadýrðin allsráðandi. Græni liturinn er í ótal blæbrigðum og eins gefur að líta fallega rauðbrúna liti. Ragnar og Sigrún hafa lagt sig fram við að bjóða upp á nýjungar. Þau rækta tólf tegundir af salati og þar af er ein tegund tvílit, græn og rauð. Salatið selja þau blandað niðurskorið í pokum. Einnig rækta þau pottasalat. 

Garðyrkja hófst í Laugarási á fimmta áratug síðustu aldar. Foreldrar  Ragnars, Sverrir Ragnarsson og Karítas Melstað hófu garðyrkju í Laugarásnum árið 1970.

 Sverrir og Karítas ræktuðu tómata og gúrkur til að byrja með og hófu rósarækt árið 1987. Þau höfðu alfarið fært sig yfir í rósirnar þegar Ragnar og Sigrún komu inn í reksturinn ellefu árum síðar, en þau hófu aftur tómata- og gúrkurækt á staðnum. Nýlega bættu þau við ræktun á salati.  

Lífrænum vörnum er beitt við ræktunina og býflugur sjá um að frjóvga tómataplönturnar. Tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku. Grænmetið fer samdægurs til neytenda en það er tínt að morgni og er komið í verslanir eftir hádegið. Fimm manns starfa við garðyrkjustöðina ásamt  hjónunum.

 Ragnar og Sigrúnar rækta  13 tegundir af rósum og  þau senda  um
2-300.000 rósir ár markað á ári. Þau voru jafnframt fyrstu garðyrkjubændurnir á landinu til að nota lífrænar varnir í blómarækt og hafa síðan fleiri fylgt í kjölfarið.
Ragnar segir þau hjónin stöðugt vera að leita leiða til að bæta við ræktunina í Laugarásnum .

 
Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Senda ß vin

Loka