Olga og EirÝkur

Garðyrkja hófst í Silfurtúni á Flúðum á sjöunda áratugnum. Eigandi stöðvarinnar Örn Einarsson var frumkvöðull í því að rækta jarðarber í gróðurhúsi. Hann ræktaði einnig tómata og gúrkur og var með útirækt.  Hjónin Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir keyptu Silfurtún árið 2002 og héldu áfram þeirri ræktun sem fyrir var meðal annars jarðarberjaræktuninni.

 Eiríkur og Olga Lind hafa lagt mikla alúð við jarðarberjaræktina og Silfurtún var eina garðyrkjustöðin sem sendi jarðarber á markaðinn í tíu ár. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem fleiri garðyrkjustöðvar hófu jarðarberjarækt. Garðyrkjustöðin Silfurtún hefur vaxið og dafnað undanfarin ár og jarðarber eru nú ræktuð í um 4000 fermetra húsi og tómatar í um 3000 fermetrum.

Það þarf mikla nákvæmni við jarðarberjaræktina því þau eru viðkvæm í ræktun. Ræktunin er vistvæn en býflugur sjá um að frjóvga jarðarberjablómin og lífrænum vörnum er beitt. Uppskerutíminn er frá maí og til októberloka. Berin eru tínd ofan í öskjur. Starfsmenn gæta ítrasta hreinlætis og nota hanska þegar þeir tína af plöntunum. Berin fara samdægurs í verslanir. Íslensku jarðarberin eru einstaklega sæt og bragðgóð og þakka menn það íslenska vatninu sem notað er við ræktunina.

Jarðarber eru  ekki eiginleg ber heldur blómbotn jarðarberjablómsins. Litlu örðurnar sem líta út eins og fræ eru hin eiginlegu aldin jarðarbersins. Þau geyma hvert um sig lítið fræ. Líkt og brómber og hindber eru jarðarber samsettur ávöxtur.

Jarðarber hafa verið ræktuð frá ómunatíð. Þau voru í miklu uppáhaldi hjá rómverskum keisurum og þegar Spánverjar komu til Ameríku kynntust þeir jarðarberjarækt indíána.  Þar voru berin smá og uxu víða villt. Frönskum garðyrkjumönnum tókst að rækta stór jarðarber snemma á 18. öld með því að  blanda saman ræktun evrópskra berja og berja frá Chile.  Jarðarber vaxa víða villt hér á landi en þau eru smá og oft ná þau ekki fullum þroska.

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Silfurt˙n

Senda ß vin

Loka