Léttgrillaðir paprikubitar

Gott meðlæti

Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
  • 4 stk rauð paprika
  • 2 rif hvítlaukur
  • 2 stk lime ( aðeins börkurinn )
  • Smá garðablóðberg
  • Ólífuolía
  • Gróft sjávarsalt og pipar
Leiðbeiningar:

 Skerið paprikun í tvennt, kjarnhreinsið og skerið í stóra bita.

Setjið paprikuna í skál ásamt rifnum hvítlauknum, garðablóðberginu og ólífuolíunni.

Rífið börkinn af lime-inu út í með rifjárni (bara græna hlutann).

Marinerið í minnst 1 klst (má vera lengur í marineringunni í kæli).

Grillið paprikuna og kryddið með salti og pipar.