Rófugratín

Með fennel og ólífum

Höfundur: Sigurveig Káradóttir

Innihaldslýsing:
  • 6 hvítlauksgeirar heilir og í hýði

  • 2 msk ólífuolía

  • 1 krukka af tómatsósu

  • 2 stk fennel skorið þversum í ½ cm þykkar sneiðar

  • 2 stórar rófur skrældar, klofnar í tvennt og síðan í grófar sneiðar

  • Smá salt og grófur pipar ásamt 1 tsk timían og 1 tsk fennelfræ

  • ½ krukka af steinlausum svörtum ólífum

Leiðbeiningar:

Smyrjið eldfast mót að innan með olíu, grænmetinu raðað í ásamt hvítlauksgeirunum, ólífuolíu dreift yfir ásamt tómatsósu, kryddum og ólífum.

Sett inn í heitan ofninn og bakað í 30-40 mínútur  við 200°C.

Grænmetið á að vera lunga mjúkt og baðað í ólífuolíu og sósu.

Dásamlega gott með grænu salati, fiski og grillkjöti.