Rófusúpa úr sveitinni

Ljúffeng og góð

Höfundur: Helga Mogensen

Innihaldslýsing:
  • 4 stk meðalstórar rófur

  • 300 ml vatn pr rófa

  • 4 msk ólífuolía

  • 1 stk laukur

  • 2 tsk broddkúmen

  • 2 tsk túrmerik

  • 1 msk sítrónusafi

  • Salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Leiðbeiningar:

Góður biti af ferskum engifer, smátt saxaður og látinn sjóða með rófunum.

Rófur og laukur saxað smátt. Grænmetið er léttsteikt í olíu og kryddi þar til það er orðið meyrt. Þá er vatninu bætt út í og látið sjóða í 20 mín.  Maukið með töfrasprota og bragðbætið með sítrónusafa, salt og pipar.

Súpan er góð þykk en ef þú vilt hafa hana þynnri þá má bæta í hana 1 dós af kókósmjólk eða setja 300 ml af viðbótarvatni.

Látið malla við vægan hita í 5 mín eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskar smátt saxaðar jurtir og vorlaukurinn eru settar yfir rétt  áður en súpan er borin fram og varla þarf að nefna það að nýbakað brauð er það eina sem þarf með réttinum.