Eggjabaka

Með grænmeti og osti

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • Ostarúlla með blöðuðum pipar frá Ostahúsinu
  • 2 msk olía
  • 1 msk smjör
  • 250 g sveppir, skornir í sneiðar eða fjórðunga
  • 200 g hvítkál, skorið í ræmur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 msk ferskt timían eða ½ tsk þurrkað
  • Nýmalaður pipar
  • Salt
  • 200 g kirsuberjatómatar
  • 6 egg
  • 100 ml matreiðslurjómi eða mjólk
  • Lófafylli af íslensku klettasalati, grófsöxuðu
Leiðbeiningar:

Grillið í ofninum hitað.

Olía og smjör hitað á stórri, þykkbotna pönnu. Sveppirnir og hvítkálið steikt í nokkrar mínútu við meðalhita ásamt timían, pipar og salt.

Þegar kálið er farið að mýkjast ögn er tómötunum bætt á pönnuna og þeir látnir krauma í 2-3 mínútur.

Egg, matreiðslurjómi eða mjólk og dálítið af pipar og salti hrært saman í skál og hellt yfir grænmetið á pönnunni. Hrært þar til blandan er byrjuð að stífna.

Ostarúllan skorin í bita.

Þá er klettasalati og ostarúllubitum hrært saman við og pönnunni stungið undir grillið (best að hafa hana 10-15 cm frá grillristinni) þar til yfirborðið er gullinbrúnt og osturinn bráðinn.