Kjúklingur

Með paprikusalsa

Höfundur: Sigurveig Káradóttir

Innihaldslýsing:
  • 4 kjúklingabringur, beinlausar og hamflettar
  • 2 stk ferskt rósmarín, saxað
  • Nýmalaður pipar
  • Salt
  • Ólífuolía
  • 3 íslenskar paprikur, grænar, gular og rauðar
  • 2 íslenskir tómatar, vel þroskaðir
  • ½ lárpera, þroskuð
  • Grænu blöðin af 2 – 3 vorlaukum
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Safi úr 1 límónu
  • Ferskur kóriander
Leiðbeiningar:

Kjúklingurinn kryddaður með rósmarín, pipar og salti og steiktur í dálítilli olíu á pönnu við meðalhita í um 8 mín. á hvorri hlið eða þar til hann er steiktur í gegn (gott að skera í eina bringuna til að athuga hvort hún er gegnsteikt).

Á meðan eru paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í litla teninga.

Tómatar og lárperan skorin í teninga og vorlaukurinn sneiddur.

Öllu blandað saman í skál, kryddað með pipar, salti, og sítrónu og límónusafi kreistur yfir.

Söxuðum kóríander blandað saman við og látið standa smástund.

Dreift á diska eða fat og kjúklingabringunum raðað ofan á.

Salsan er líka góð með steiktu og grilluðu lamba- og nautakjöti, fiski o.fl.